5 C
Selfoss

Leyniþráðurinn þræddur á Suðurlandi

Vinsælast

Yfir vetrarmánuðina býður Bakkastofa vina- og vinnustaðhópum upp á nýja dagskrá sem ber heitið „Leyniþráðurinn“.

Í fimmtudagskvöldið 13. september fluttu þau Bakkastofuhjón Leyniþráðinn fyrir úrvalsgesti á Heilsustofnuninni í Hveragerði. Auk þess að dagskráin er stúttfull af sögum og tónlist, rímar hún sterkt við Fullveldisárið sem nú er senn á enda. Afmælisár fullveldisins hefur til allra heilla minnt okkur hressilega á, að það voru merkir menn og merkar konur sem lögðu grunninn að sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og ekkert gerist að sjálfu sér.

Í Leyniþræðinum tengja Ásta Kristrún og Valgeir Guðjónsson saman frásagnir af fólkinu á Suðurlandi frá fyrri tíð, sem lét til sína taka í stóru sem smáu. Sögupersónurnar sem allar eru að finna í ættarskáldsögu Ástu Kristrúnar sem ber heitið „Það sem dvelur í þögninni“. Valdar persónurnar úr bókinni eru leiddar fram á sviðið jafnt í frásögnum, söng, upplestri og samtali við gesti.

Þau sem helst koma við sögu og stíga fram eru hjónin Ásta Júlía Thorgrimsen, sem á meðan söngnámi hennar stóð bjó hjá þeim Jóni Sigurðssyni og Ingibjörgu í Kaupmannahöfn. Þá eiginmaður Ástu, Tómas Hallgrímsson, læknir Suðurlands, og séra Matthíias Jouchumson, höfundur þjóðsöngs Íslendinga. Þá eru kærir vinir skáldins þau Sylvia og Guðmundur Thorgrimsen í Húsinu á Eyrarbakka aldrei langt undan ásamt hinum leynda þræði sem er í þessu tilfelli hesturinn Jarpur „Verður ertu víst að fá vísu gamli Jarpur“.

Leynþráðinn má flytja jafnt í styttri sem lengri útgáfu, 45 mínútna til klukkustundar langrar. Leynþráðurinn fer á milli staða þegar hópar óska eða hann er fluttur á Eyrarbakka, heimabyggð flytjenda, fyrir þá sem þess óska.

Nánari upplýsingar má finna á www.bakkastofa.com
bakkastofa@gmail.com

Verkefnið var styrkt af Uppbygginarsjóði Suðurlands .

Nýjar fréttir