-7 C
Selfoss

Kynningarfundur Pokastöðvarinnar í Árborg

Vinsælast

Miðvikudaginn 26. september nk. kl. 20 mun Pokastöðin halda kynningarfund í Sunnulækjarskóla á Selfossi.

Pokastöðin er samfélagsverkefni sem snýst um að búa til hringrás taupoka í samfélaginu. Það gengur þannig fyrir sig að sjálfboðaliðar safna efnum og sauma poka og hafa þá til láns í verslunum. Þannig ef að fólk hefur gleymt innkaupapokanum heima þá getur það fengið lánaðan taupoka og skilað honum seinna.

Pokastöðin Árborg kom fyrst til umræðu fyrir um það bil ári. Fyrstu stöðvarnar voru svo opnaðar á apríl. Síðan þá hafa 1930 pokar verið settir í þær þrjár pokastöðvar sem eru á Selfossi, í Krambúðinni, Hannyrðabúðinni og Nettó.

Verkefnið sem hófst á Hornafirði á vormánuðum 2016 er í dag hluti af alþjóðlegu verkefni sem heitir Boomerang Bags og á það uppruna sinn í Ástralíu.

Frá Pokastöðinni í Árborg:
Hefur þú áhuga á því að hjálpa til við að draga úr notkun plastpoka í samfélaginu okkar? Getur þú lagt okkur lið og langar þig til að vita meira? Ertu nýr í sveitarfélaginu og hefur þú áhuga á að kynnast nýju fólki? Áttu saumavél sem stendur ónotuð? Getur þú lagt okkur lið á einhvern hátt? Rekur þú verslun og vilt bjóða upp á fjölnota poka? Áttu efni og eða tvinna sem þú vilt gefa? Þú finnur okkur á Facebook sem Pokastöðin Árborg.

Nýjar fréttir