3.9 C
Selfoss

Lýðheilsugöngur með Ferðafélagi Árnesinga

Vinsælast

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands er einn af hápunktum í glæsilegri afmælisdagskrá félsagsins, en það er 90 ára á þessu ári. Göngurnar fara fram alla miðvikudaga í september kl. 18. Göngurnar eru farnar um allt land og eru hugsaðar sem 60–90 mínútna langar fjölskylduvænar göngur. Tilgangurinn er að hvetja fólk til útivistar í góðum félagsskap og efla heilsu og hug í leiðinni. Dagskrá yfir allar göngurnar er á lydheilsa.fi.is.

Ferðafélag Árnesinga hefur ekki látið sitt eftir liggja í gönguferðunum. Farnar hafa verið þrjár ferðir í blíðskapar veðri. Fyrsta gangan var farin í Hellisskóg á Selfossi, en þar er góð aðstaða til útivistar. Næsta ganga var farin niður með Ölfusá. Saman voru komnir rétt liðlega 20 göngufélagar. Veðrið skartaði sínu fegursta og haustlitirnir farnir að setja svip sinn á umhverfið. Gangan var um 90 mínútur. Gengið var frá athafnasvæði Borgarverks og niður undir Kotferju. Þriðja gangan var farin um Þrastarskóg.

Ferðafélag Árnesinga hvetja sem flesta til þess að mæta í þessar göngur. Litlir fætur eru sérstaklega velkomnir. Mæting í göngur á Árborgarsvæðinu er hjá FSu kl. 18.

Mynd: Sigrún Jónsdóttir, göngustjóri FFÁR.

Nýjar fréttir