-7 C
Selfoss
Home Fréttir Lausnir og betra samfélag í Ásahreppi

Lausnir og betra samfélag í Ásahreppi

0
Lausnir og betra samfélag í Ásahreppi
Jakob S. Þórarinsson.

Nú eru fjórir mánuðir frá sveitarstjórnakosningum. Ný hreppsnefnd tók við völdum hér í Ásahreppi eftir fyrstu listakosningar sveitarfélagsins, þar sem meirihlutinn lofar LAUSNUM og betra samfélagi. Kosningaréttur eru mannréttindi og persónukjör eru líklega ein albesta leið til þess að lýðræðið njóti sín.

Nokkrum dögum fyrir kosningar skýtur L-listinn upp kollinum, þvílík tímasetning. Stofnun þessa lista kom hvergi fram opinberlega sem segir mér að aðeins nokkrir „útvaldir“ komu að stofnun hans. Strax kom upp í huga mér við lestur kosningabæklings listans, lausnir og betra samfélag, fyrir hverja? Fólks sem stofnar svona lista í skjóli myrkurs hlýtur að hafa einhver sérstök markmið í huga, með leyndinni. Hefði ekki verið eðlilegra að auglýsa slíkan stofnfund opinberlega og gefa öllum kost á þátttöku til að vega og meta áhreslur hins nýja stjórnmála afls ? En það var ekki gert.

Í stefnuskrá L-listans kemur ekkert nýtt fram sem ekki hefur verið unnið öturlega að, af fráfarandi hreppsnefnd, ef undan er skilið hugmynd að gerð örnefnaskrár, sem er útaf fyrir sig mjög áhugavert.

Þetta sama fólk var tilbúið til þess að fórna persónukosningum og fyrirbyggja að þeir sem flest atkvæði hlytu og þar af leiðandi mesta traust kjósenda, kæmust að. Hvers vegna? Líklega hefði engin þessara þremenninga komist að, að einum undanskildum sökum ætternis, í persónukosningu.

Ekki ætla ég að fara úti þá sálma að líklega erum við með dýrasta oddvita landsins, en því hefur verið gerð skil með vönduðum greinum. Við hlið hans í hreppsnefnd eru tveir „sérfræðingar“ í bókhaldi en þeim hefur ekki tekist að aðstoða oddvitann við að skilja að launin sem hann tekur sér, eru glórulaus, en það er með fullu samþykki þeirra. En líklega er hér komin fram vísir að „tepokahreyfingu“.

Brynja Jónasdóttir, annar maður á lista L-listans, skrifaði, rétt fyrir kosningar, grein á heimasíðu listans. Þar segir að hún ásamt, Karli Ölverssyni, hafi orðið útundan þegar hinir þrír hreppsnefndarmenn mynduðu meirihluta og þau tvö hafi ekki komið neinum málum í gegn. Hún segir svo; „Er þetta lýðræði sem vil viljum“. Ekki liggur fyrir hvort þessir þremenningar mynduðu meirihluta eða Brynja og Karl minnihluta. Hvoru tveggja er slæmt. Í þessum pistli Brynju kemur glögglega fram að hún skilur ekki hvað lýðræði er. Í fyrsta lagi þá var hún tilbúin til þess að fórna persónukjöri, sem er eitt af aðalmálum í tillögum að nýrri stjórnaskrá. Í örðu lagi kemur fram í pistli hennar andúð á Agli Sigurðsyni sem ekki bara er reynslumesti sveitarstjórnamaður sem við eigum, heldur hefur hann gegnum undanfarnar sveitastjórnarkosningar notið mests trausts kjósenda, það sýnar tölur sem ekki verða véfengdar. Í þriðja lagi, á heilum fjórum árum þótti Brynju aldrei ástæða til þess að koma fram opinberlega og segja frá hvernig staðan væri á hreppsnefndarheimilinu. Á síðasta fundi sveitastjórnar, fyrir kosningar, boðaði Karl foröll en Brynja sem mætti, þótti ekki einu sinni þá ástæða til þess að láta samstarfsmenn í hreppsnefnd vita að hún væri að stofna lista sem væri stillt upp gegn þeim.

En núna er rétt að koma að því sem er ástæða þess að ég ákvað að skrifa nokkra línur. Undirritaður sat fyrstu tvo fundi nýrrar hreppsnefndar. Eftir það hafði ég ekki mikla löngun til þess að sitja fleirri slíka. Strax á fyrsta fundinum byrjaði slíkur yfirgangur þremenninga L-listans að það hálfa væri nóg. Ljóst var strax frá fundarsetningu að þetta fólk sem breytti persónukjóri Ásahrepps í listakosningu, hafði ekki hugmynd um breytta verkþætti sem styðjast við lög og reglugerðir og auðsjáanlega ekki undirbúið sig á neinn hátt. En það er hægt að fyrirgefa þeim. En ekki var hlustað á þá tvo E-listamenn sem sæti eiga í hreppsnefndinni og athugasemdir þeirra ýmist skottnar niður eða gert lítið úr þeim. Engin mál voru í raun rædd eða þremenningarnir L-listans, færðu rök fyrir ákvörðunum sínum. Sem dæmi þá vildi þetta L-lista fólk ákveða hver af lista E-listan fengi inn í nefnd í þeirri einu nefnd sem þeir buðu listanum, í stað þess að bjóða listanum að tilnefna fulltrúa.

Á öðrum fundi hreppsnefndar hélt þessi skrípaleikur áfram og voru áfram raddir E-listans um umræður um ákveðin málefni svæfð með því að „þetta er og verður svona“ og vaðið í atkvæðagreiðslu. Aldrei á þessum tveimur fundum skynjaði ég, sem áheyrnafulltrúi, að Þetta L-lista fólk reyndi að viðhafa lýðræðisleg vinnubrögð og taka til skoðunar hugmyndir Ágústu og Elínar á E-lista. Eiga þessir fulltrúar E-listans heiður skilinn fyrir að hafa setið á strák sínum og alltaf sýnt yfirvegun og kurteisi gagnvart þessu fólki og umfram allt verið málefnalegar.

Líklega hefur Brynja verið búin að gleyma greininni sem hún skrifaði og ég vitna í, þar sem hún og Karl Ölvirsson voru set út af sakramenntinu og fengu engu framkomið. En ekki sýnir þessi kona að hún hafi nokkuð lært og gekk hún fremst í flokki með yfirgang þremenninganna.

Fyrir kosningar hitta ég tvo af stuðningsmönnum L-listans. Annar var óánægður með fyrrverandi oddvita vegna þess að hann hafði aldrei sést í sveitinni, hinn var einnig mjög óánægður með oddvitann þar sem hann væri að taka sér alltof há laun, en í viðræðum um framboð þessa nýja lista, þegar honum var bent á að hann kæmi fram á elleftu stundu og varla ynnist tími til að stofna mótframboð, sagði hann, „Það var nákvæmlega markmiðið með tímasetningu nýja listans“. Sveitarstjórn sem ræður sveitastjóra á ofurlaunum og í tillegg greiðir honum 6 mánað biðlaun eða kostnað upp á ca. 5 miljónir með launatengdum gjöldum, hvað ást er hér í gangi?

Sárt er að sjá menn sem ég hef talið mannsvitra, vera þátttakendur í þessu framboði. Til ykkar sem þennan lista studduð, mætið á fund hreppsnefndar og skoðið vinnubrögð ykkar fólks með því að lesa fundagerðir. Það kæmi mér ekki á óvart að þetta sé ekki það sem þið töldu ykkur vera að fá eða viljið styðja við.

Jakob S. Þórarinsson, Áskoti,
einlægur stuðningsmaður persónukjörs.