-6 C
Selfoss

Buðu eldri borgurun á Lundi í ævintýraferð

Vinsælast

Midgard Adventure bauð í byrjun september átta íbú­um og tveim­ur starfsmönnum Hjúkrunarheimilisins Lundar á Hellu í hálfs­dags ævintýraferð inn á Fjallabak. Dagurinn var vel heppn­aður og höfðu allir gestirnir gaman af.

Staðirnir sem þau skoðuðu og fóru yfir voru Heklu­öxl, Rauðaskál, Vatnafjöll, Heklu­­slóði, fossar í Eystri Rangá, Harfrafell og Keldur.

Arnar Gauti Markússon, einn eiganda Midgard Adventure, seg­­ir að mikilvægt sé að gera eitt­­hvað fyrir samferðafólk sitt. Það sé líka nauðsynlegt og gott að lyfta sér upp við og við.

Nýjar fréttir