-7 C
Selfoss

Kóngsvegurinn – leið til frelsis

Vinsælast

Kóngsvegurinn er stærsta einstaka framkvæmd Íslendinga. Hann var gerður til að taka á móti Friðrik áttunda konungi sumarið 1907. Föruneyti konungs taldi um 200 manns, ríkisþingmenn og aðstoðarfólk. Leiðin liggur frá Reykjavík um Mosfellssveit til Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss um Hrunamannahrepp niður Þjórsárbakka og sem leið liggur um Hellisheiði til Reykjavíkur.

Framkvæmdin var risavaxin jafnt efnahagslega sem félagslega. Framkvæmdin kostaði um 14% af landsframleiðslu (það samsvarar kannski um 350 milljörðum í dag). Svo stór framkvæmd reyndi ekki síður á samstöðu Íslendinga við að skipuleggja og framkvæma verkið. Undirbúningur að heimsókninni, heimsóknin sjálf og þau tengsl sem þar mynduðust urðu síðan nauðsynlegur grunnur að því trausti og tengslum sem stikuðu leiðina til frelsis. Fullveldið 1918 var rökrétt framhald af heimsókninni og að margra mati nauðsynleg forsenda þess.

Ólafur Örn Haraldsson, fyrrv. þjóðgarðsvörður og forseti Ferðafélags Íslands, segir frá þessari merku heimsókn og ekki síður þessari merku framkvæmd í máli og myndum. Viðburðurinn er hluti af Fullveldishátíðarviðburðum 2018. Hann er haldinn í nýrri gestastofu á Hakinu á Þingvöllum fimmtudaginn 20. september nk. kl. 20:00–21:30.

Nýjar fréttir