-1.6 C
Selfoss
Home Fréttir Hvetja Mílu til að bæta slæmt netsamband á Eyrarbakka

Hvetja Mílu til að bæta slæmt netsamband á Eyrarbakka

0
Hvetja Mílu til að bæta slæmt netsamband á Eyrarbakka

Á fundi bæjarráðs Árborgar í liðinni viku voru til umræðu gæði nettengingar í sveitarfélaginu. „Í kjölfar frétta af slæmu netsambandi í austurhluta Eyrarbakka kom fram hjá upplýsingafulltrúa Mílu að hægt væri að leysa málin með uppsetningu á einföldum tengiskápum. Netsambönd eru svo mikilvægur þáttur í lífi nútímafólks að ekki er hægt að una við óbreytt ástand,“ segir í fundargerð. „Bæjarráð hvetur Mílu eindregið til þess að bregðast við umkvörtunum íbúa vegna málsins. Jafnframt var bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.“