Þann 1. september sl. tók sr. Gunnar Jóhannesson við starfi sóknarprests í Hveragerðisprestakalli. Er hann skipaður í embættið fram á næsta sumar. Gunnar er kvæntur Védísi Árnadóttur kennara og eiga þau fjögur börn. Gunnar hefur síðastliðinn 4 ár starfað sem sóknarprestur í Noregi og var þar áður sóknarprestur í Hofsóss- og Hólaprestakalli í Skagafirði í 11 ár.
„Ég er afskaplega glaður yfir því að fá að koma hingað. Það eru forréttindi að fá að starfa hér í Hveragerði. Bærinn og sveitin eru einstaklega falleg og ég hlakka mikið til að kynnast fólkinu hér og starfa með því“, sagði Gunnar af þessu tilefni.