-6.1 C
Selfoss

Býrð þú við ofbeldi? Nýr upplýsingabæklingur lögregluembættanna á Suðurlandi

Vinsælast

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum og Lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa í sameiningu látið gefa út upplýsingabækling um hvert fólk geti leitað búi það við ofbeldi. Bæklingurinn ber heitið „Býrð þú við ofbeldi“ og er texti hans á íslensku, ensku og pólsku. Útgáfan er liður í forvarnarstarfi lögreglunnar gegn heimilisofbeldi og veitir mikilvægar upplýsingar um hver einkenni ofbeldis eru, þau  alvarlegu áhrif sem það hefur á börn að búa við ofbeldi auk þess sem tilkynningaskylda til barnaverndar er áréttuð og neyðarnúmerið 112.

Samband Sunnlenskra Sveitarfélaga, SASS, styrkti útgáfuna með því að greiða fyrir prentun og er það von þeirra sem að átakinu standa að framhald verði á samstarfi þessara aðila. Rúnari Þór Steingrímssyni, rannsóknarlögreglumanni er þakkað frumkvæði í málinu.

 

Nýjar fréttir