2.3 C
Selfoss

Metþátttaka var í Hengil Ultra Trail utanvegahlaupinu sem fram fór um helgina

Vinsælast

Metþátttaka var í Hengil Ultra Trail utamvegahlaupinu sem haldið var í Hveragerði um helgina. Hlaupararnir tóku þátt í fjórum vegalengdum 100 km, 50 km, 25 km, 10 km og 5 km.

Benoit Branger frá Frakklandi sigraði 100 km hlaupið á 14 klukkustundum 20 mínútum og 14 sekúndum, Bretinn Matt O´Keefe varð í öðru sæti og Birgir Vigfússon í þriðja. Í 50 km hlaupi kom Ingvar Hjartarson fyrstur í mark á 4 klullustundum 55 mínútum og 35 sekúndum, Daníel Reynisson varð annar og Jason Wright varð þriðji. Í 50 km kvennaflokki kom Rannveig Oddsdóttir fyrst í mark á 5 klullustundum 56 mínútum og 35 sekúndum, Sofia Garcia Bardoll varð önnur og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir þriðja.

Úr Hengill Ultra Trail 2018. Mynd HUT.

Alls tóku 372 hlauparar frá 17 löndum þátt. Hlaup.is tók saman yfirlit yfir þrjá efstu hlaupara í karla- og kvennaflokki. Heildarúrslit verða birt á hlaup.is innan skamms.

100 km karlaflokkur:
1. Benoit Branger (14:20:24), 2. Matt O´Keefe (14:50:15), 3. Birgir Vigfússon (15:25:43)

100 km karlaflokkur/Íslendingar
1.Benoit Branger (14:20:24), 2. Birgir Vigfússon (15:25:43), 3. Jósef Magnússon (16:57:24)

50 km Karlaflokkur
1.Ingvar Hjartarson (4:55:35), 2. Daníel Reynisson (5:19:02), 3. Jason Wright (5:22:32)

50 km Karlaflokkur/Íslendingar
1. Ingvar Hjartarson (4:55:35), 2. Daníel Reynisson (5:19:02), 3. Arnar Benjamín Ingólfsson (6:03:26)

50 km Kvennaflokkur
1. Rannveig Oddsdóttir (5:56:35), 2. Sofia Garcia Bardoll (6:07:26), 3. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir (6:19:05)

50 km Kvennaflokkur/Íslendingar
1. Rannveig Oddsdóttir (5:56:35), 2. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir (6:19:05), 3.-4. Rakel Káradóttir (8:03:26), 3.-4. Sara Dögg Pétursdóttir (8:02:26)

25 km Karlaflokkur
1. Arnar Pétursson (1:55:52), 2. Bjarki Freyr Rúnarsson (1:59:21), 3. Jordi Solé Mestre (2:01:46)

25 km Karlaflokkur/Íslendingar
1. Arnar Pétursson (1:55:52), 2. Bjarki Freyr Rúnarsson (1:59:21), 3. Jón Ebbi Halldórsson (2:07:22)

25 km Kvennaflokkur
1. Anna Berglind Pálmadóttir (2:08:45), 2. Vaka Njálsdóttir (2:10:30), 3. Þóra Gísladóttir (2:36:30)

10 km Karlaflokkur
1. Sigurjón Ernir Sturluson (48:45), 2. Þorleifur Þorleifsson (50:33), 3. Arnar Karlsson (51:12)

10 km Kvennaflokkur
1. Margrét Sól Torfadóttir (57:12), 2. Valgerður B. Eggertsdóttir (1:05:13), 3. Þuríður Björg Björgvinsdóttir (1:05:56)

5 km Karlaflokkur
1. Sveinn Skúli Jónsson (26:12), 2. Erik Newman (32:13), 3. Eyþór Birnir Stefánsson (32:30)

5 km Karlaflokkur/Íslendingar
1. Sveinn Skúli Jónsson (26:12), 2. Eyþór Birnir Stefánsson (32:30), 3. Rúnar Jónsson (43:42)

5 km Kvennaflokkur
1. Kristín Ýr Gunnarsdóttir (31:59), 2. Svanborg Jónsdóttir (33:18), 3. Ingibjörg Ásta Rúnarsdóttir (33:14)

Á hlaup.is kemur fram að úrslitin séu óstaðfest og fengin hjá thriko.is.

Nýjar fréttir