Blakvertíðin er nú komin á fullt eins og aðrar innanhúsgreinar og blakdeild Hamars í Hveragerði er þar ekki undanskilin. Hamar sendir tvö lið til keppni á Íslandsmótinu í kvennaflokki og eitt lið í karlaflokki.
Kvennaliðin spila í 2. og 5. deild en 2. deildar liðið féll um deild síðasta vor og stefna bæði lið á að fara upp um deild í vor. Karlaliðið spilar í 1. deild (næst efstu) og hafa verið í toppbaráttu þar undanfarin ár.
Mikil endurnýjun hefur verið í Hamri og nóg pláss fyrir nýja leikmenn, hvort sem um byrjendur eða vana blakara er að ræða.
Æfingatímar liðanna eru sem hér segir:
KVK æfingar: Mánudaga kl. 20:00–21:30 og fimmtudaga kl. 19:30–21:00.
KK æfingar: Mánudaga kl. 21:30–23:00 og fimmtudaga kl. 21:00–22:30.