Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi kemur eftirfarandi fram; „Í ljósi umræðu síðastliðinna daga vegna grunsamlegra mannaferða víða um land, hvetjum við fólk að tilkynna til lögreglu ef þeir verða varir við grunsamlegar mannaferðir í nágrenni við sig. Ef aðilarnir sjást á bifreið að taka þá niður skráningarnúmer bifreiðarinnar og koma númeri til lögreglu.“