-7 C
Selfoss
Home Fréttir Hvað er „kulnun í starfi“ og hvað er til ráða?

Hvað er „kulnun í starfi“ og hvað er til ráða?

0
Hvað er „kulnun í starfi“ og hvað er til ráða?
Iðunn Dísa Jóhannesdóttir.

Kulnun í starfi getur orðið eftir langvarandi streitu og álag í vinnu sem er meira en venjuleg þreyta eða vinnustreita. Ástæður geta hugsanlega verið af völdum álags þegar aukins vinnuframlags er krafist af starfsmönnum vegna hagræðingar.  Einnig getur verið um sjálfskaparvíti að ræða þegar starfsmenn taka að sér meiri vinnu í leit að starfsframa eða til að auka tekjur sínar. Þeir  gætu gengið í  þá gildru að skuldbinda sig um of og þá er hætt við kulnun. Mikilvægt er að þekkja einkenni kulnunar til að geta brugðist við á réttan hátt.

Einkennin kulnunar: Undanfari kulnunar gæti verið pirringur, dómharka og  reiði sem síðan veldur kvíða, ótta, áhyggjum og sjálfsgagnrýni.

Einkenni kulnunar: Tifinningaþurrð, tómleiki, þunglyndi, leiði og vonleysi.

Hvað er til ráða? Hafðu skýra forgangsröðun, einfaldaðu líf þitt og lærðu að segja nei.
Endurnærðu þig með hreyfingu, svefni,  næringu og hlátri.

Hreyfing: Hreyfing bætir líðan, starfsgetu og heilbrigði. Hægir á öldrun og bætir geðheilsu. Öll hreyfing er betri en engin.  Hæfileg hreyfing er talin þurfa að vera minnst 30 mín á dag. Meiri hreyfingu fylgir aukinn ávinningur fyrir heilsu og vellíðan.   Finnir þú hreyfingu sem hentar þér er mikilvægt fyrir þig að halda þig við hana og gera hana að lífsstíl.

Næring: Náðu þér í hitaeiningar úr hollum mat, s.s ávöxtum, grænmeti, korni, hollum olíum og  feitum fiski. Prófaðu þig áfram og aflaðu þér þekkingar.

Svefninn: Hvernig er góður svefn?
7–9 tíma svefn er talinn vera nægur fyrir 95% einstaklinga.
Samfelldur, ótruflaður og reglulegur.
Bættu svefninn með því að fara  fyrr að sofa. Ekki borða eftir kvöldmat. Slepptu áfengi.  Notaðu síðustu klukkustundina áður en þú ferð að sofa  til að róa þig fyrir svefninn. Engin rafmagnstæki (tölvur, sjónvarp, sími).
Bað eða sturta getur gert gott og lestur góðrar bókar.

Hláturinn: Hláturinn lengir lífið, njóttu þess að leika þér og gera gera skemmtilega hluti.

Hlúðu að sjálfum þér þá gefst þér kostur á að hlúa að öðru og öðrum.

F.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
Iðunn Dísa Jóhannesdóttir, aðstoðardeildarstjóri sjúkradeildar Vestmannaeyja

Mynd:

(Iðunn Dís Jóhannesd)