2 C
Selfoss

Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra afhent

Vinsælast

Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra voru afhent á Kjötsúpuhátíðinni á Hvolsvelli laugardaginn 1. september sl. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd sveitarfélagsins heldur utan um verðlaunin og Katrín Birna Viðarsdóttir, formaður nefndarinnar, afhenti þau.

Snyrtilegasta býlið var valið Voðmúlastaðir en ábúendur þar eru þau Guðlaug Björk Guðlaugsdóttir og Hlynur Snær Theódórsson. Snyrtilegasti garðurinn var valinn Öldubakki 29, Hvolsvelli en þar búa þau Helga Ásta Þorsteinsdóttir og Sigurgeir Bárðarson. Snyrtilegasta fyrirtækið var svo LAVA.

 

Nýjar fréttir