3.9 C
Selfoss

Tafir vegna fjárrekstra í Tungunum í vikunni

Vinsælast

Fjallskilanefnd Biskupstungna hefur sent frá sér tilkynningu um tafir vegna fjárrekstra í Biskupstungum. Föstudaginn 7. september og laugardaginn 8. september má búast við umferðartöfum á eftirtöldum vegum í Biskupstungum vegna fjárrekstra:

Föstudaginn 7. september:
Biskupstungnabraut (F35), milli Gullfoss og Geysis, frá kl. 11:30 til 13:30.
Skeiða- og Hrunamannavegur (F30), við Gýgjarhól, frá kl. 14:00 til 15:30.
Einholtsvegur (F358), frá Kjarnholtum að Tungnaréttum, frá kl. 16:00 fram á kvöld.

Laugardaginn 8. september:
Biskupstungnabraut (F35), frá Vatnsleysu að Múla, frá kl. 13:00 og fram eftir degi.
Einholtsvegur (F358), frá Tungnaréttum að Gýgjarhólskoti, frá kl:13:00 og fram eftir degi.

Nýjar fréttir