-0.5 C
Selfoss

Evrópuleikur á Selfossi á morgun

Vinsælast

Karlalið Selfoss í handbolta leikur tvo leiki við Klaipeda Dragunas frá Litháen, í Evrópukeppni félagsliða nú í byrjun septbember. Fyrri leikur liðanna fer fram á Selfossi á morgun laugardaginn 1. september kl. 19:30. Seinni leikur liðanna fer fram ytra sléttri viku seinna eða 8. september.

Dragunas liðið á skemmtilega tengingu við Rafn Gíslason sem býr í Þorlákshöfn, en hann hannaði og teiknaði merki Dragunas. Samkvæmt því sem Rafn segir þá kom það til vegna þess að hann hafði hannað og teiknað merki fyrir íþróttaliðið Stál-Úlf. Forsvarsmenn þess liðs eru frá Litháen og hafa tengsl við lið Dragunas. Þeir sýndu Dragunasmönnum merki Stál-Úlfs og í kjölfarið var Rafn beðinn um hugmynd að merki fyrir Dragunas, sem svo varð að merki félagsins eins og það er í dag.

Rafn segist vera áhugamaður um allar íþróttir og þar á meðal handbolta. Hann mun verða óhlutdrægur fyrir þennan leik en vonar bara að bæði lið leiki skemmtilegan handbolta sem muni gleðja áhorfendur.

Hægt er að fá miða á leikinn á Selfossi hjá Baldvini og Þorvaldi að Austurvegi 56 á Selfossi. Miðinn kostar 2.000 kr. Athygli er vakin á því að allir verða að vera með miða.

Nýjar fréttir