Miðvikudaginn 29. ágúst er Svf. Árborg með árlega Tómstundamessu í íþróttahúsi Vallaskóla. Tómstundamessan er haldin í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.
Öllum aðilum sem vinna með frítíma barna og unglinga er gefið tækifæri til að kynna vetrarstarf sitt fyrir börn í grunnskólum, elstu bekkjum leikskóla og foreldrum þeirra.
Kynningarnar eru tvíþættar. Annars vegar verður kynning fyrir öllum nemendum grunnskóla Svf. Árborgar á milli kl. 09:30 – 13:00. Starfsfólk grunnskólanna mun fylgja krökkunum yfir í íþróttahús Vallaskóla. Hinsvegar er opin kynning á milli kl. 16:00 og 18:00 fyrir foreldra og aðra forráðamenn, í fylgd barna sinna. Allir eru velkomnir en við bjóðum börn á grunnskólaaldri sem og börn í elstu deildum leikskóla sérstaklega velkomin ásamt foreldrum og forráðamönnum.
Ekki láta þetta tækifæri framhjá ykkur fara til að kynnast öllu því tómstundastarfi sem er í boði fyrir barnið þitt í Sveitarfélaginu Árborg.