Maður sem leitað var að á svæðinu að Fjallabaki í gærkvöldi og nótt fannst heill á húfi í tjaldi, kaldur og hrakinn, um tvöleytið í nótt. Maðurinn var einn á ferð og fannst innst í Jökulgili sem gengur inn af Landmannalaugum í átt að Torfajökli. Þetta kemur fram í frétt RÚV.
Nokkrir tugir björgunarsveitarfóks af Suðurlandi voru kallaðar út í gærkvöldi vegna boða sem bárust frá neyðarsendi á Fjallabaki, frá svæðinu norðan Torfajökuls.
Í gildi var gul viðvörun frá Veðurstofunni á miðhálendinu enda hafði verið slagveður á hálendinu allan daginn og miklir vatnavextir. Fyrir innan Landmannalaugar voru 15–20 m/sek, slydda og fjöllin farin að hvítna.
Hópar frá SV-horni landsins streymdu síðan inn á hálendið á Fjallabaki til þess að leysa af það björgunarsveitafólkið sem var að störfum allt kvöldið. Áformað var að leit myndi standa áfram fram eftir nóttu.
Eins fram kemur á vef RÚV fannst maðurinn heill á húfi í tjaldi um tvöleytið í nótt. Hann var einn á ferð og fannst innst í Jökulgili sem gengur inn af Landmannalaugum í átt að Torfajökli.