-1.1 C
Selfoss

54 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt

Vinsælast

Alls voru 54 ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Af þeim voru 37 á ferð um Árnessýslu, 11 í Rangárvallasýslu og 6 í Skaftafellssýslu. Einn þessara ökumanna er grunaður um að hafa verið undir áhrifum við akstur bifreiðar sinnar á 132 km/klst hraða um Suðurlandsveg og sviptur ökurétti að auki. Í ár hafa 1062 ökumenn verið kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu og er það nokkru lægra miðað við síðasta ár þegar 2.200 ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt allt það ár og 2.185 allt árið þar á undan. Misjafnt er milli landshluta hvernig þessi þróun er í hraðakstri en í 6 af 9 umdæmum lögreglu á landinu stefnir í fjölgun hraðakstursbrota á meðan 3 umdæmanna eru með lægri tölur.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma við akstur bifreiða sinna án þess að hafa til þess handfrjálsan búnað og einn fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn.

Sex tilvik voru skráð þar sem sauðfé varð fyrir bílum í vikunni öll í Austur-Skaftafellssýslu.

Aðfaranótt 24. ágúst slösuðust 2 menn þegar þeir voru að vinna að lagfæringu heitavatnslagnar í tengibrunni á Selfossi. Mennirnir leituðu sér sjálfir aðstoðar á sjúkrahúsi en ekki liggur fyrir um meiðls þeirra enn sem komið er.

Þann 21. ágúst slasaðist 14 ára drengur þegar hann féll á motorkross hjóli í braut í Bolaöldu. Vel búinn öryggisbúnaði og meiðsl ekki talin alvarleg við skoðun á vettvangi.

Rúða var brotin í gröfu á gámasvæði á Höfn einhvertíman um helgina 10. til 12 ágúst og leikur grunur á að börn hafi verið þar að verki. Þá voru brotnar rúður í útihúsi við Hveragerði og stóð eigandinn unga drengi að þeim verknaði. Það mál unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Nýjar fréttir