2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Sýningin „Nýtt líf“ í Bókasafni Árborgar á Selfossi

Sýningin „Nýtt líf“ í Bókasafni Árborgar á Selfossi

0
Sýningin „Nýtt líf“ í Bókasafni Árborgar á Selfossi
Hrönn Traustadóttir.

„Nýtt líf“, sýning Hrannar Traustadóttur, stendur nú yfir í Listagjánni í bókasafni Árborgar á Selfossi

Hrönn Traustadóttir lærði listasögu í Heidelberg og fata- og trend-hönnun í Mílanó. Hún er framhaldsskólakennari í Tækniskólanum og fræðslufulltrúi í Listasafni Árnesinga. Fjölskyldan flutti fyrir fjórum árum á Selfoss. Hrönn hannar prjónaflíkur undir nafninu „Knit Ice“ og er með vinnustofu á Selfossi sem heitir Selið hönnunarstúdíó. Þar hefur hún haldið námskeið og listasmiðjur sem og annars staðar á landinu. Auk þess að sauma og prjóna gerir Hrönn myndir í tölvu, málar í akrýl og gerir verk úr endurunnum efnum sem á þann hátt öðlast nýtt líf. Sýning Hrannar stendur út ágúst.