2.3 C
Selfoss

Samstarfsverkefni þriggja sveitarfélaga fær styrk úr Sprotasjóði

Vinsælast

Skólaþjónusta Árborgar, fræðslu- og frístundaþjónusta Hafnarfjarðar og skólaþjónusta Reykjanesbæjar hafa átt í samstarfi um þróunarverkefni sem gengur meðal annars út á það að styrkja nám, líðan og félagslega stöðu nemenda af erlendum uppruna í skólum. Markmið þess er að styðja skólana í að staðsetja nemendur af erlendum uppruna hvað varðar fyrri þekkingu og reynslu. Niðurstöður matsins auðvelda skólunum að skipuleggja nám nemenda út frá styrkleikum þeirra og þörfum.

Eftirtaldir skipa undirbúnings- og faghóp: Aneta Figlarska, Hrund Harðardóttir og Þorsteinn Hjartarson frá Árborg, Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir og Þórdís Helga Ólafsdóttir frá Hafnarfirði og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helgi Arnarson og Kolfinna Njálsdóttir frá Reykjanesbæ. Halldóra Fríða mun stýra verkefninu.

Háaleitisskóli í Reykjanesbæ, Lækjarskóli í Hafnarfirði og Vallaskóli á Selfossi munu vera þátttökuskólar frá byrjun. Verkefnið fær styrk frá Sprotasjóði að upphæð 2.350.000 kr. Þórdís H. Ólafsdóttir heldur utan um styrkinn fyrir hönd samstarfsaðila og Gyða Arnmundsdóttir, fyrrum sérkennslufulltrúi í Reykjanesbæ, mun sjá um að þýða stöðumatið sem hefur verið notað með góðum árangri í Svíþjóð. Stefnt er að því í framhaldi að halda námskeið fyrir kennarateymi og starfsfólk skóla­þjónustu þessara þriggja sveitafélaga í samstarfi við sænska samstarfsaðila. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á þekkingu og færni í að leggja fyrir og nýta stöðumatið.  Stefnt er að því að halda námskeiðið í janúar eða febrúar 2019. Markmiðið er ennfremur að allir skólar á landinu geti fengið fræðslufundi og kynningarefni þegar verkefnið er tilbúið.

Nýjar fréttir