-7 C
Selfoss
Home Fréttir Of löng bið í nýja Ölfusárbrú

Of löng bið í nýja Ölfusárbrú

0
Of löng bið í nýja Ölfusárbrú
Ölfusárbrú

Á bæjarráðsfundi 23. ágúst sl. lýsti bæjarráð Árborgar ánægju sinni með að hefjast ætti handa við breikkun Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Ráðið telur að fjörgur ár séu of löng bið eftir að verkinu ljúki í ljósi þess hve ört umferðarþunginn eykst á vegakaflanum, sem er einn sá hættulegasti á landinu. Þá kallar bæjarráð Árborgar eftir því að hafist verði handa við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá á næstu fjórum árum, enda þegar orðið ófremdarástand við gömlu brúna þar sem 13.000 bílar fara yfir daglega skv, tölum frá Vegagerðinni.