-3.6 C
Selfoss

Tómas Sæmundsson og menntun og vísindi í þágu þjóðar

Vinsælast

Marion Lerner, dósent við íslensku og menningardeild Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur að Kvoslæk í Fljótshlíð laugardaginn 25. ágúst nk. kl. 15:00 um efnið menntun og vísindi í þágu þjóðar, Tómas Sæmundsson og ferðabók hans.

Þetta er þriðji fyrirlesturinn undir heitinu Fullveldið og hlíðin fríða að Kvoslæk. Fullveldissjóður og Uppbyggingarsjóður Suðurlands (SASS) styðja fyrirlestraröðina.

Á árunum 1832–34 ferðaðist Tómas Sæmundsson um Evrópu. Eftir heimkomu samdi hann uppkast að Ferðabók sem átti að fræða Íslendinga um allt hið nýja, merkilega og nytsama sem ferðalangurinn hafði séð. Í þeim bókarköflum sem liggja fyrir fjallar Fjölnismaðurinn ítarlega um „menntunarmeðöl“ á borð við söfn, bækur, skóla og margt fleira sem hann hafði kynnt sér í Prússlandi. Umfjöllun Tómasar gefur innsýn í skoðanir hans varðandi menntun þjóðar. Hvers konar menntun er nauðsynleg? Í hverju felst menntun fyrst og fremst? Hver er tilgangur menntunar? Þurfa allir að mennta sig? Í fyrirlestrinum verður gerð dálítil tilraun: Hvers konar stofnanir, skóla, söfn o.s.frv. hefði Tómas viljað sjá á Íslandi til að stuðla að framförum í landinu, ef það hefði verið hægt?

Nýjar fréttir