-3.2 C
Selfoss

Endurnýjun á 7,2 km stofnlögn hitaveitu í Ölfusi lokið

Vinsælast

Þann 15. ágúst síðastliðinn var heitu vatni hleypt á end­urnýjaða hitaveitulögn frá Bakka í Ölfusi að Eyrarbakka­vegi, ríf­lega 7 km leið. Með þess­ari fram­kvæmd lýkur endurnýjun lagn­ar­innar frá dælustöð Veitna á Bakka til Þorlákshafnar.

Tíu ár eru liðin frá því að þeim hluta lagn­arinnar sem liggur frá Eyrarbakka­vegi að Þorlákshöfn var skipt út. Gamla lögnin er ofanjarðar og var orðin töluvert veðr­uð. Hún var lögð árið 1979 og er því tæplega fjörutíu ára gömul. Nýja hita­veitu­lögnin er niðurgrafin og töluvert sverari en sú gamla til að mæta aukinni heitavatns­notkun í fram­tíðinni og tryggja afhend­ingaröryggi á svæðinu.

Þegar nýja lögnin hefur ver­ið tekin í rekstur hefst vinna við að fjarlægja núverandi ofan­jarð­arlögn og undirstöður sem undir henni eru líkt og gert var þegar stofnlögnin var endur­nýjuð frá Eyrarbakkavegi að Þorlákshöfn.

Nýjar fréttir