-1.6 C
Selfoss
Home Fréttir Sérkjör fyrir nema í strætó á Suðurlandi

Sérkjör fyrir nema í strætó á Suðurlandi

0
Sérkjör fyrir nema í strætó á Suðurlandi
Landsbyggðarvagn Strætó.

Sunnlendingar sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu geta keypt persónubundin strætókort hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) á sérkjörum. Eru þeir sem það geta hvattir til að nýta sér þetta tilboð.

Nemendur af Suðurlandi sem sækja nám á höfuðborgarsvæðinu geta nú keypt kort í Strætó á kr. 90.000,- á önn. Sama er hvort menntastofnunin á höfuðborgarsvæðinu er á framhalds- eða háskólastigi.

Til að fá útgefið Strætókort eða nemakortið þarf að greiða kr. 90.000.- fyrir önnina sem leggja þarf inn á bankareikning SASS.

Því næst sendir nemandinn greiðslukvittun á netfangið sass@sass.is, ásamt fullu nafni nafni, kennitölu, gildistíma og svæði sem ekið er frá/til.

Þá þarf einnig staðfestingu skóla um skólavist og mynd af viðkomandi á rafrænu formi.

Stætókortið er síðan afgreitt eins fljótt og verða má en ef það er sent í ábyrgðarpósti getur afgreiðslan tekið 7 til 10 virkra daga.

Þráðlaust net (WiFi) er aðgengilegt í Strætó og um leið og ferðamátinn er öruggur er hægt er að nýta tímann í heimavinnu.

Nemendur sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að nýta sér þjónustu Strætós og þau sérkjör sem nú eru í boði.