-1.1 C
Selfoss

Miðbær tækifæra

Vinsælast

Eftir að hafa heyrt í hinum ýmsum ungmennum undanfarið ár og rætt við þau um þennan miðbæ, þá heyrum við það að flestir jafnaldrar okkar eru hlynntir því skipulagi og vilja sjá þetta skipulag komast í verk fyrr heldur en síðar. Því er tilhneiging margra ungmenna og unglinga að bærinn sé frekar daufur og líflaus, og að þetta muni vera lyftistöng fyrir

Veigar Atli Magnússon

Jakob H. P. Burgel Ingvarsson.

bæinn sem mun hleypa lífi og fjölbreytileika í hann. Ásamt því er verið að hanna Sigtúnsgarð upp á nýtt og er það hugsað sérstaklega fyrir fjölskyldufólk.

Ungmennaráð hvetur alla atkvæðisbæra til að nýta kosningarréttinn og að kjósa. Einnig biðjum við ykkur um að taka mark á okkar vangaveltum og tala við ungmenni um þeirra skoðun og spyrja hvað þeim finnst, áður en farið í kjörklefanum þann átjánda ágúst næstkomandi.

Umræðan um miðbæjarreitinn hefur ekki farið fram hjá okkur yngri kynslóðinni, því hefur ungmennaráðið ákveðið að leggja nokkur orð í belg. Við gerðum grein um miðbæinn í apríl 2016, Miðbærinn- eina ferðina enn. Í þeirri grein voru spurðar nokkurrar spurningar og þeim hefur nú verið svarað. Í þeirri grein var velt fyrir sér spurningu um minnkun Sigtúnsgarðs og hvort bæjarhátíðir gætu enn verið þar. Nú er það vitað að garðurinn muni stækka í fermetrum og hægt verður að halda hátíðir bæjarins þar enn. Sigtún þróunarfélag hefur kynnt málið vel fyrir ungu fólki, þar má nefna opinn fund í Tryggvaskála 2016 og á ungmennaþingi 2017.

Þegar það lá fyrir í vor að það yrði kosið um deiliskipulögin, lagði þáverandi bæjarstjórn til að kosningin yrði rafræn og þar að leiðandi fengju þeir sem höfðu náð 16 ára aldri að kjósa. Við í ungmennaráðinu fögnuðum því ákaflega að 16–17 ára fengu að taka þátt í að móta framtíð sveitarfélagsins og þar með framtíð sína. „Nú liggur fyrir að Þjóðskrá Íslands nær ekki að undirbúa og vinna fyrir sveitarfélagið gögn nægjanlega fljótt svo unnt sé að láta kosninguna fara fram með rafrænum hætti eins og áður hafði verið ákveðið í bæjarstjórn.” Þar af leiðandi þarf að kjósa með hefðbundnu sniði og atkvæðisbærir eru bara 18 ára og eldri. Því viljum við hvetja kjósendur sem eldri eru, að ræða við sín nánustu ungmenni og fá skoðun þeirra um Miðbæjareitinn. Því staðreyndin er sú að ungt fólk í dag mun lifa með niðstöðu kosningarinnar lengur en flestir kjósendur.

Snýst þetta ekki bara um tækifæri? Tækifærið til verslunnar- og atvinnureksturs og tækifærið til þess að geta verið á Selfossi og notið sín. Tækifærið til að hafa framtíð fyrir ungt fólk, til að velja okkar samfélag og búa í Árborg? Ef þessi miðbær verður niðurstaðan í komandi kosningum, skapast fjöldi tækifæra á Selfossi sem og í nærsveitum. Tækifæri eins og að geta setið á torgi og sleikt sólina, verslað í heimabyggð í notalegu umhverfi. Tækifærin fyrir menningu opnast alveg, líkt og markaðir, matur, músík og önnur list og margt fleira. Enn fyrst og fremst er þetta tækifæri til þess að gera bæinn enn þá meira líflegri en hann er. Í öllum þessum tækifærum felst það í sér að fólk stoppi lengur á Selfossi en að borða og sofa. Þetta stóra tækifæri er miðbæjarskipulag Sigtúns Þróunarfélags. Ef tækifærið er ekki núna með góðum kjarna og miklum fjölbreytileika, hvenær er þá tækifærið?

Nýjar fréttir