1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Harmóníku–festival á Blómstrandi dögum í Hveragerði

Harmóníku–festival á Blómstrandi dögum í Hveragerði

0
Harmóníku–festival á Blómstrandi dögum í Hveragerði

Þann 18. ágúst nk. verður harmóníkusýning og markaður í Listasafni Árnesinga í Hveragerði (rétt hjá Kjörís). Allar nikkur eru vel þegnar, en þurfa þó að vera í þokkalegu lagi.

Þekktir „nikkarar“ taka e.t.v. lagið einn til tveir í einu, allt eftir innblæstri. Fiðluleikari og gítarleikari verða til taks ef á þarf að halda þarna verður hægt að kaupa og selja nikkur þ.e.markaður. Festivalið hefst um kl. 14:00 og stendur fram eftir degi.

Harmóníkuleikarar og þeir eigendur sem vilja sýna eða selja hljóðfærið sitt þurfa að koma gripunum í safnið ekki seinna en um eða fyrir hádegi laugardaginn 18. ágúst. (Fá að geyma þær í safninu). Munið að merkja nikkurnar sem sýndar verða og pússa af þeim rykið ef þurfa þykir. Ef vel tekst til gæti þetta orðið fastur liður í hátíðahöldum Blómstrandi daga í Hveragerði. Hægt er að hafa samband við Björn Þórarinsson (Bassa) eða Úlfar Sigmars  um nánari upplýsingar.