-1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Líklegt að Ölfusárbrú geti opnað eitthvað fyrr

Líklegt að Ölfusárbrú geti opnað eitthvað fyrr

0
Líklegt að Ölfusárbrú geti opnað eitthvað fyrr
Viðgerð á Ölfusárbrú gengur vel.
Vinna við þensluraufar klárast í dag.

„Þetta er allt á áætlun og okkur gengur bara mjög vel“, segir Sigurður H. Sigurðsson brúarsmiður hjá Vegagerðinni í samtali við blaðamann dfs.is. „Við erum núna að setja niður þensluraufar og við klárum þær í dag.“ Spurður um hvort umferð komist á fyrr en áætlað var segir Sigurður að það sé allt spurning um styrkinn. Gert verður próf á honum í fyrramálið, „en mér finnst líklegt að þetta geti orðið eitthvað fyrr,“ sagði Sigðurður að lokum.