2.3 C
Selfoss

Eldur í pökkunarhúsi garðyrkjustöðvar norðan við Flúðir

Vinsælast

Eldur kom upp í um það bil 200 fermetra pökkunarhúsi við garðyrkjustöðina Reykjaflöt norðan við Flúðir rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Þegar slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Flúðum bar að garði var umtalsverður eldur í húsinu.

Greiðlega gekk að ná tökum á eldinum og var hann að mestu slökktur um 20 mínútum eftir að slökkviliðsmenn bar að garði. Vindátt var hagstæð við slökkvistarfið þannig að aðrar byggingar voru ekki í hættu.

Alls komu um 30 slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu að slökkvistarfinu frá starfsstöðvum á Flúðum, Reykholti, Laugarvatni og Selfossi, sem lauk um klukkan 00:30.

Eldsupptök eru ókunn en Lögreglan á Suðurlandi fer með rannskókn málsins.

Frétt af Facebook síðu Brunavarna Árnessýslu.

Nýjar fréttir