-1.1 C
Selfoss

Svæðisskrifstofa Eflingar á Suðurlandi flutt á nýjan stað

Vinsælast

Sveinn Ingvason, sviðsstjóri orlofssviðs Eflingar, og Jóna Sigríður Gestsdóttir, þjónstufulltrtúi á Suðurlandi.

Starfstöð Eflingar á Suðurlandi hefur flutt sig um set í Hveragerði. Starfsemin er komin í nýtt og glæsilegt húsnæði að Breiðumörk 19. Húsnæðið hentar ákaflega vel og aðgengi með besta móti. Samhliða þessu var einnig tekin í notkun orlofsíbúð á efri hæð í sama húsnæði sem mun standa félagsmönnum Eflingar til boða til orlofsdvalar. Íbúðin er hin veglegasta og endurnýjuð að öllu leiti. Sveinn Ingvason sviðsstjóri orlofssviðs Eflingar hefur haldið utan um framkvæmdirnar og flutningana en Jóna Sigríður Gestsdóttir er þjónstufulltrtúi félagsins á Suðurlandi. Í tilefni af því að starfsemin er komin í nýtt og betra húsnæði, býður Efling félagsmönnum, sem og öðrum þeim sem vilja skoða nýja húsnæðið, í pylsugrill föstudaginn 17. ágúst nk. á Blómstrandi dögum. Hoppukastali verður á staðnum fyrir börnin.

Ásamt því að gæða sér á pylsum gefst gestum kostur á að skoða skrifstofuna og glæsilegt orlofshúsnæði sem er á hæðinni fyrir ofan.

Nýjar fréttir