2.8 C
Selfoss
Home Fréttir Skaftárhreppur til framtíðar

Skaftárhreppur til framtíðar

0
Skaftárhreppur til framtíðar
Systrastapi

Verkefnið Brothættar byggðir er verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Auk þess er verkefnið áhersluverkefni í Sóknaráætlun SASS, Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Það er svo Kirkjubæjarstofa í Skaftárhreppi sem er umsjónaraðili verkefnisins í heimabyggð.

Aðferðafræði verkefnisins Brothættra byggða er að beita sértækum aðgerðum fyrir smærri byggðalög og sveitir landsins, sem vegna smæðar sinnar hafa ekki getað nýtt sér önnur úrræði ríkis og sveitarfélaga til stuðnings byggðaþróun- og samfélagsuppbyggingu. Lögð er áhersla á samstarf ríkis, sveitarfélags, stoðkerfis og íbúa sem í sameiningu vinna að eflingu byggðarlagsins. Búinn hefur verið til vettvangur sem fólginn er í virkri þátttöku íbúa og víðtæku samstarfi stjórnkerfis og stoðstofnana til heilla fyrir viðkomandi samfélag.

Verkefnið í Skaftárhreppi hófst með samtali milli Brothættra byggða og íbúa Skaftárhrepps á íbúaþingi í október 2013. Verkefninu lýkur þann 31. desember 2018. Þetta tæki Byggðastofnunar hefur lagt sitt af mörkum til æskilegrar byggðaþróunar í Skaftárhreppi. Þegar verkefnu lýkur formlega sleppir Byggðastofnun taki á verkefninu og mikilvægt er að allir aðilar í sveitarfélaginu haldi áfram að vinna af krafti að verkefninu.

Unnin var svo köllluð SVÓT greining sem skoðaði styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri á umhverfi og innviðum Skaftárhrepps. Þessi greiningarvinna ásamt innleggi íbúafunda í sveitarfélaginu urðu að skýrslunni „Framtíðarsýn Skaftárhrepps árið 2020“. Að lokinni vinnu við skýrsluna var búin til verkáætlun sem samanstóð af markmiðum og einstökum aðgerðum sem unnið var með í gegnum verkefnatímann. Verkefnin voru hlutuð niður í viðráðanlegar einingar og unnið hefur verið ötullega að mörgum þeirra gegnum verkefnatímann.

Í dag er eitt og hálft ár til stefnu. Það nýtum við vel svo Framtíðarsýn Skaftárhrepps 2020 að veruleika. Mörg verkefni framkvæmdaráætlunarinnar eru á framkvæmdarstigi. Nefna má lagningu ljósleiðara og 3ja fasa rafmagns í sveitinni. Þá eru ríkisjarðir í Meðallandi komnar í sölu. Mörg blómleg verkefni íbúa hafa verið styrkt af verkefnasjóði verkefnisins. Þar á meðal er útgáfa bókarinnar Fornar ferðaleiðir í V-Skaftafellssýslu, myndabanki Fótspora, vefsíðan Eldsveitir.is, Fjallahjólaslóðagerð hins nýja fyrirtækis Iceland Bike farm og margt fleira mætti telja upp.

Miðað við þau tækifæri sem liggja okkur að fótum varðandi atvinnulíf og þekkingarverðmæti fólksins í Skaftárhreppi, geta íbúar sveitarfélagsins bjartsýnir haldið áfram að vinna að Framtíðarsýn Skaftárhrepps.