-6 C
Selfoss
Home Fréttir Tillaga að kjörstað fyrir utan á

Tillaga að kjörstað fyrir utan á

0
Tillaga að kjörstað fyrir utan á
Gunnar Egilsson

Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista, lagði fram tillögu um að opnuð verði kjördeild fyrir utan á, á fundi bæjarráðs þann 2. ágúst sl. Greinargerð sem Gunnar lagði fyrir bæjarráð hljóðaði á þann veg að: „Nú liggur fyrir ákvörðun Vegagerðarinnar um að hafa Ölfusárbrú lokaða í nokkra daga í ágúst. Inn í það tímabil fellur laugardagurinn 18. ágúst þegar kjósa skal um skipulagstillögur vegna miðbæjar Selfoss. Ljóst er að það gerir íbúum í hverfinu fyrir utan á erfitt fyrir að nýta kosningarétt sinn og getur haft áhrif á gildi kosninganna. Nauðsynlegt er að bregðast við því með því að opna þar sérstaka kjördeild eða leita annarra leiða til að gera íbúum þar mögulegt að nýta kosningarétt sinn á kjördag.“ Framkvæmdastjóra var falið að vinna áfram að málinu í samræmi við erindið.