3.9 C
Selfoss

Ragnarsmótið 2018

Vinsælast

Ragnarsmótið í handbolta hefst í næstu viku, en leikið verður á sér karla- og kvennamóti eins og undanfarin ár. Mótið er æfingamót sem haldið er nú í 28.skipti og er þetta eitt elsta æfingamót á Íslandi. Ragnarsmót karla hefst miðvikudaginn 8.ágúst n.k. og stendur til 11.ágúst. Ragnarsmót kvenna fer fram daganna 16.-18. ágúst. Leikið verður í fyrsta skipti íþróttahúsinu IÐU sem nú er orðið heimavöllur handboltans.

Í Ragnarsmóti karla verður leikið í tveimur riðlum. Í A-riðli leika Selfoss, ÍR og ÍBV og í B-riðli Haukar, Afturelding og Víkingur

Í Ragnarsmóti kvenna verður leikið í einum riðli, þar mætast Afturelding, Fjölnir og Haukar ásamt Selfyssingum.

Leikjafyrirkomulag er eins og hér segir:

Ragnarsmót karla

8.ágúst kl 18:30 Selfoss-ÍR
8.ágúst kl 20:15 Haukar – Afturelding


9.ágúst kl 18:30 ÍBV-ÍR
9.ágúst kl 20:15 Víkingur-Afturelding


10.ágúst kl 18:30 Haukar-Víkingur
10.ágúst kl 20:15 Selfoss-ÍBV


11.ágúst kl 12:00 úrslitaleikur um 5.sæti
11.ágúst kl 14:00 úrslitaleikur um 3.sæti
11.ágúst kl 16:00 úrslitaleikur um 1.sæti


Ragnarsmót kvenna

16.ágúst kl 18:30 Selfoss-Afturelding
16.ágúst kl 20:15 Fjölnir-Haukar


17.ágúst 18:30 Selfoss-Haukar
17.ágúst 20:15 Afturelding-Fjölnir


18.ágúst kl 12:00 Haukar-Afturelding
18.ágúst kl 14:00 Selfoss-Fjölnir

Nýjar fréttir