-3.6 C
Selfoss

Eldri borgarar á Selfossi fara í Kerlingarfjöll

Vinsælast

Ferðanefnd Félags eldri borgara á Selfossi skipuleggur árlega 3-4 ferðir á sumrin. Áhugi fyrir ferðunum er alltaf jafnmikill. Fyrsta ferðin þetta sumarið var um Reykjanesið. Æfinlega eru fengnir frábærir leiðsögumenn sem gera ferðirnar mjög áhugaverðar og skemmtilegar.

Nú síðast var farið í Kerlingarfjöll. Allir hittust spenntir og glaðir þann 18. júlí við Grænumörk á Selfossi. Það voru 80 ferðalangar á tveim rútum. Ekið var sem leið lá að fossinum Faxa þar sem hjónin Brynjar frá Heiði og kona hans Marta reka veitingsölu. Þau tóku á móti hópnum af miklum höfðingskap og gestrisni. Áfram var haldið og Brynjar bættist í hópinn sem leiðsögumaður. Veðrið var ákaflega gott í ferðinni og var deginum varið í undurfögru umhverfi og ekki skemma frásagnir og fróðleikur Brynjars fyrir.

Bílstjórinn Palli var með nikkuna með sér. Auðvitað var brugðið á leik með harmonikku, gítarspili og söng þegar færi gafst.

Þriðja ferðin verður farin mánudaginn 13. ágúst nk. kl 9 frá Grænumörk. Til stendur að fara um Húsafell og Kaldadal, ef veður leyfir og áhugaverðir staðir í Borgarfirði heimsóttir. Þeim sem vilja kynna sér starf Félags eldri borgara á Selfossi eru hvattir til að hafa samband við félagið og taka þátt í öflugu starfi.

Nýjar fréttir