-1.1 C
Selfoss

Skaftárhlaup: Rýming hafin af svæðum

Vinsælast

Hlaup er hafið í Skaftá. Því er beint til ferðamanna að stöðva ekki við ána vegna vatnavaxta eða gasmengunar sem getur fylgt hlaupinu. Svæðin við Langasjó, Hólaskjól og Eldgjá er verið að rýma og fólk beðið að fara af svæðinu. Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur sent hópa sem eru á hálendisvakt til að rýma svæðin. Það sama gildir um vegi F235 og F208 milli Hólaskjóls og Herðubreiðarháls. Þeir eru lokaðir. Frekari upplýsingar má finna á safetravel.is.

Nýjar fréttir