1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Hugmyndaríkir drengir í drykkjasölu

Hugmyndaríkir drengir í drykkjasölu

0
Hugmyndaríkir drengir í drykkjasölu
Vinirnir Guðmundur Alexander og Fannar Máni við drykkjarstandinn.

Vinirnir Guðmundur Alexander Jónasson og Fannar Máni Björgvinsson urðu á vegi blaðamanns Dagskrárinnar þar sem þeir voru að selja ljúffengan og svalandi drykk til vegfarenda við Langholt. Hugmyndin varð þannig til að þeir voru að skoða á netinu hvernig krakkar geta grætt peninga. Piltarnir sögðust hafa fundið ýmsar hugmyndir og þessi hefði orðið ofan á. “Okkur langaði bara að til að eignast peninga og fannst þetta góð leið“, sagði annar piltanna. „Við erum samt ekki búnir að ákveða alveg hvernig við ætlum að nota þessua peningum, kannski bara í einhver góðgerðarmál“, sögðu drengirnir í kór.