Auk KK-bands koma Páll Óskar, Stebbi Hilmars, Á móti sól, 200.000 naglbítar, Stuðlabandið og Sóli Hólm fram í Félagsheimilinu á kvölddagskrá hátíðarinnar.
Barna- og fjölskyldudagskrá verður á laugardag þar sem Sveppi og Villi skemmta fólki. Einnig verður boðið upp á skemmtilegan markað. Kókómjólk frá MS, Íþróttanammi frá Sölufélagi Garðyrkjubænda, glaðninga frá Íslenska gámafélaginu, safar frá Ölgerðinni og annað skemmtilegt gefins á meðan birgðir endast.
Klukkan 15:00 á laugardeginum fer svo fram hin geysivinsæla Traktoratorfæra í Torfdal. Viðburður á heimsmælikvarða þar sem glaðir drengir úr sveitinni keppa um hver sullar mest á gömlum dráttarvélum.
Ekki verður boðið uppá sérstakt ungmenna tjaldsvæði þetta árið og vonast aðstandendur til að fjölskyldan komi saman og skemmti sér í fallegu umhverfi.