-0.5 C
Selfoss
Home Fréttir Dean Martin tekur við Selfossliðinu

Dean Martin tekur við Selfossliðinu

0
Dean Martin tekur við Selfossliðinu
Mynd GK

Dean Martin hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla og mun hann stýra liðinu út þessa leiktíð. Dean skrifaði undir samning í félagsheimilinu Tíbrá í hádeginu í dag.

Hann hefur víðtæka reynslu af þjálfun og var síðast aðstoðarþjálfari kínverska kvennalandsliðsins. Hann hefur áður þjálfað hjá KA, ÍA, Breiðabliki og HK auk þess sem hann hefur séð um hæfileikamótun ungra leikmanna hjá KSÍ.

Ekki hefur verið gengið frá ráðningu aðstoðarþjálfara en unnið verður að því í framhaldinu.

„Eftir að Gunnar sagði upp störfum þá tókum við góða umræðu og nafn Dean Martin var efst á blaði hjá okkur. Við heyrðum í honum og fengum mjög jákvæð viðbrögð og erum mjög ánægð með að fá hann til starfa. Hann hefur mikla reynslu, bæði sem leikmaður og þjálfari og við höfum heillast af hans aðferðum. Við viljum meina að hann muni gefa liðinu nýjan innblástur,“ segir Jón Steindór Sveinsson, formaður knattspyrnudeildarinnar.

Næsti leikur liðsins er á heimavelli á miðvikudagskvöld þegar topplið HK kemur í heimsókn.