-1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Rafhleðslustöð komin upp á Hellu

Rafhleðslustöð komin upp á Hellu

0
Rafhleðslustöð komin upp á Hellu
Rafhleðslustöðin fyrir utan Miðjuna á Hellu.

Orkusalan gaf öllum bæjarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla. Með því er ætlunin að byggja upp net hleðslustöðva um land allt. Markmiðið er að hægt sé að keyra hringinn á rafbíl. Orkusalan ætlar að gefa öllum rafbílaeigendum rahleðslu á bílinn út árið 2018. Rangárþing ytra hefur nú sett upp sína stöð og er hún staðsett fyrir framan Miðjuna á Hellu. Nú geta allir þeir sem aka um á rafbíl og þurfa að hlaða, sett í samband og fengið hleðslu.