-5 C
Selfoss

Urrandi vélfákar og frábærir félagar

Vinsælast

Postular Bifhjólasamtök Suðurlands voru stofnuð 30. apríl 2000. Meðlimir hópsins eru af báðum kynjum og á öllum aldri, þó karlarnir séu vissulega í meirihluta. Félagar eru um 80 – 100. Samtökin hafa ásamt því að halda reglulega hjólafundi, sinnt ýmiskonar góðgerðarstarfi bæði hér á Suðurlandi og á landsvísu. Síðasta stóra verkefni klúbbsins var að safna fyrir Neistann sem er styrktarfélag fyrir hjartveik börn. Einnig hefur klúbburinn verið í samstarf við Kvenfélagið á Selfossi.

Yfir vetrartímann hittist klúbburinn reglulega yfir kaffibolla í félagsheimilinu að Hrísholti 9. Sumarið er þó aðal tíminn og hjólafundir eru alla þriðjudaga yfir sumartímann. Dagskráin er sett upp sem stærri og minni ferðir með ýmiskonar ívafi. Stærsta ferðin er farin að Geysi ár hvert.

Ferðin eru skipulagðar af stjórn Postula hvert sinn. Reynt er að fara í ferðir sem eru í senn öruggar og skemmtilegar. Það átti svo sannarlega við ferðina sem farin var þriðjudaginn 17. Júlí sl.. Lagt var af stað frá félagsheimilinu kl: 20 og ferðinni var heitið að T-Bæ í Selvogi. Það sem drífur mótorhjólamenn út í ferðir er helst félgasskapurinn, njóta ferðarinnar og áfangastaðanna. Þá er náttúran og opinn vegurinn eins og besti sálfræðingur. Blíðviðrið skemmir auðvitað aldrei fyrir. Snarpheitur kaffisopi eða ís á viðkomustöðunum er einnig ómissandi þáttur í góðri ferð.

Nýjar fréttir