-1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Lengi býr að fyrstu gerð

Lengi býr að fyrstu gerð

0
Lengi býr að fyrstu gerð
Sýningargripur af handverkssýningu Jórunnar Eggertsdóttur.

Frá unga aldri hefur Jórunn haft mikla ánægju af því að vinna eitthvað í höndunum. Handavinna hefur lengi fylgt fjölskyldu hennar. Eins og hún segir sjálf: „Ég er svo lánsöm að eftir mig liggur ótrúlega mikið af handavinnu, sem mig langar að safna saman og sýna. Elsti sýningargripurinn er frá því ég var 7 ára gömul, en ég á nokkra muni allt frá barnæsku, tími engu að henda ef það tengist handavinnu.“

Jórunn hefur haldið utan um handavinnu sína frá upphafi og því má sjá verk frá bernskuárum hennar, frá barnaskóla bæði skyldustykki og önnur sem unnnin voru að eigin vali. Þá eru einnig verk sem unnin voru í Húsmæðraskólanum og annað sem unnið hefur verið, allt fram til dagsins í dag. Jórunn hefur enn ánægju af að vinna handverk. Hún er vandvirk og með gott auga fyrir listrænni hlið verkanna.

Til sýnis er einstakt safn handverks, sem spannar 6 áratuga vinnu. Sýningin er í björtum og fallegum sýningarsal sem hefur verið settur upp í bílskúr hjónanna Jórunnar og Sveins. Þar má meðal annars sjá, útsaum, hekl, prjón, orkeraða muni, glermuni, postulínsmálun og fleira.

Þeir sem vilja líta á sýninguna geta komið að Lækjartúni 2, Ásahreppi, milli klukkan 13 og 17 eftirfarandi daga: 3. – 6. Ágúst, 11. – 12. Ágúst og 18. – 19. ágúst. Aðgangur er ókeypis að sýningunni og allir velkomnir.