2 C
Selfoss

Fermingargjöfin var ferð á HM í Rússlandi – Ferðasaga Nínu Maríu

Vinsælast

Ferð á heimsmeistaramótið í fótbolta í Rússlandi var fermingargjöf frá Sergey bróðir mínum og pabba, sem fór með mér til Rússlands. Þann 15. júní síðastliðinn flugum við til Helsinki sem er höfuðborg Finnlands á leið okkar til Moskvu. Haukur Hauksson fararstjóri Bjarmalands tók á móti hópnum á Sheremetyevo flugvellinum í Rússlandi. Eftir að við komum af flugvellinum fórum við á Universitetskaja hótelið. Hótelið var stutt frá aðal skemmtisvæðinu á HM, svokallað ,,Fan Zone“. Svæðið er á Spörfuglahæð sem er örstutt frá ,,Luzhniki“ sem er aðalleikvangur HM.

Stuðnings­hátíð var haldin fyr­ir leik Íslands og Arg­entínu í Zarya­dye-garðinum sem er staðsett­ur rétt við Rauða torgið og borgarvirkið Kreml. Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jóns­son tróðu upp. Tólf­an sá svo um að all­ir næðu að klappa í takt. Það voru svo 5000 manns gengu á Spar­tak-leik­vang­inn til að fylgjast með spennandi leik Íslands og Argentínu. Það var geggjað að fá að upplifa þennan leik sem endaði 1-1 og þeirri stórkostlegu stund þegar Hannes varði víti frá Messí!

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní var mikil gleði í hjarta okkar Íslendinga. Við urðum heimsfræg á einum leik eftir úrslit gærdagsins. Fólk víða að bað í gríð og erg um að fá að mynda sig með okkur Íslendingunum. Eftir þjóðhátíðardaginn fórum við vítt og breitt um Moskvuborg að skoða. Við skoðuðum Kreml, þaðan sem stærsta ríki jarðarinar er stjórnað. Við fórum að grafhýsi Leníns og skoðuðum það utan frá. Við gengum að Alexandrovsky-garði við Kremlamúra þar sem gröf Óþekkta hermannsins er. Þar hefur heiðursvörður vaktaskipti á klukkustundarfresti. Metro hraðlestirnar nýttust okkur vel á ferðum okkar um borgina. Þá var tíminn nýttur til að versla. Til þess fórum við í hina sögufrægu GUM verslunarmiðstöð. Ekki var hægt að sleppa Rauða torginu og að sjálfsögðu komum við hjá McDonald´s en sá stærsti sem til er í heiminum er við Púshkíntorg í Moskvu.

Nína María 17.júní við Rauða Torgið í Moskvu.

Þann 21. júní lögðum við af stað með lest frá Kúrský brautarstöðinni í Mosvku. Fyrir höndum var sólarhringsferð til Volgograd. Þegar komið var til þessarar sögufrægu borgar sem hét áður Stalíngrad fórum við í skoðunarferð. Fyrsta stopp var hið gríðarmikla minnismerki Mamajev Kurgan um Stalíngradorrustuna skoðað. Þann 22. júní er dagur sorgar og minningar um þær 27 milljónir manna sem Sovétmenn misstu í síðari heimstyrjöldinni.

Um kvöldið var leikur Íslands við stórveldi Afrískrar knattspyrnu. Leiknum lauk með sigri Nígeríu 2-0. Daginn eftir leikinn í Volgograd var dagur hvíldar. Við sleiktum sólina áður en haldið var til Rostov-á-Don sem er höfuðstaður Suður – Rússlands. Hitinn í allri ferðinni var frá 28 til 38 gráður.

Þann 25. júní kom móðursystir mín, Albína og dóttir hennar Liliya, sem skírð var í höfuð á mömmu. Mín ástkæara móðir dó fyrir fjórum árum. Þær heimsóttu okkur á hótelið í Rostov-á-Don eftir 10 tíma rútuferð frá Svartahafi. Það voru miklir fagnaðarfundir þegar við frænkurnar hittumst eftir sjö ára bið.

Undir leiðsögn Hauks fararstjóra og Írenu fórum við til Starocherkasskaya. Það er kósakkaþorp á eyju í staðsettri í miðri á. Þessi staður er í um 35 km frá Rostov-á-Don sem er á minjaskrá UNESCO.

Tuttugasti og sjötti dagur júnímánaðar rann upp. Þann dag áttum við frænkurnar notalega stund saman við ánna fengum okkur að borða og kíktum í verslanir. Þá fórum við á HM,,Fan Zone’’. Þá tók pabbi fram fótboltaskóna úr hillunni á meðan og spilaði vináttuleik á Arsenal fótboltavellinum í borginni. Liðin voru þannig að HM-farar spiluðu gegn Rostovheimamönnum sem sigruðu 4-3 eftir hörkuleik sem náði að fanga athygli rússneskra blaðamanna.

Mikilvægasti leikur íslenskar fótboltasögu Ísland-Króatía var handan við hornið. Mæðgunar Albína og Liliya lögðu af stað heim á leið og við pabbi fórum full spennu á Rostov leikvanginn. Leikurinn við Króata var mjög skemmtilegur og spennandi en heppin var ekki okkar megin. Króatar unnu að lokum og staða í leikslok var 2-1. Króatar voru frábærir á mótinu. Þeir lönduðu silfri eftir magnaðan úrslitaleik þann 15. Júlí og lutu lægra haldi fyrir sem Frakklandi vann 4-2 á Luzhniki aðalleikvangnum í Moskvu í Rússlandi.

Komið var að lokum á þessu mikla HM ævintýri í stærsta ríki veraldar. Fyrir lá beint flug frá Domodedovo flugvellinum í Moskvu til Keflavíkur á 14 ára afmælisdeginum mínum 30. júni 2018.

Nína María Baldvinsdóttir, Hveragerði

Nýjar fréttir