3.9 C
Selfoss

Dúettinn Voces Veritas á Menningarveislu Sólheima

Vinsælast

Þau Lárus Sigurðsson, gítar- og hörpuleikari og Vigdís Guðnadóttir söngkona skipa dúettinn Voces Veritas. Þau eru að góðu kunn á Sólheimum en Lárus og Vigdís hafa bæði verið tónlistarkennarar á Sólheimum. Það eru fáir sem hafa haft eins mikil og jákvæð áhrif á tónlistarlíf á Sólheimum og þau tvö. Á laugardaginn næsta munu þau koma að Sólheimum og flytja nokkur sönglög úr ýmsum áttum. Þá er líklegt að gestum og gangandi gefist tækifæri á að taka undir með söngnum, hverjum með sínu nefi. Eins og alltaf er ókeypis á viðburðinn. Áhugasömum tónlistarunnendum er boðið að Sólheimakirkju, laugardaginn 28. júlí klukkan 14.

Nýjar fréttir