Níunda Naflahlaupið verður 28. júlí næstkomandi. Í ár verða breytingar á Naflahlaupinu. Meðal annars nýjar vegalengdir og ný endastöð. Kaffi Langbrók verður þessa helgi að halda síðasta Veltinginn. Veltingurinn er árleg útihátíð og gleðiveisla og mun Naflahlaupið enda þar. Mikill fjöldi fólks verður samankomið til að hvetja alla hlaupara áfram síðustu metrana í markið.
Vinningarnir eru ekki af verri endanum eins og síðustu ár. Ræst verður í 10 km hlaup við Miðgarð kl: 10 og ræst verður í 5 km hlaupi kl: 10:30. 21 km hringurinn dettur út í ár. Áhugasamir hlauparar geta kynnt sér viðburðinn og skráð sig á Facebooksíðu Naflahlaupsins.
Naflahlaupið var fyrst haldið sumarið 2010. Nafnið er vísun til þess að um nafla alheimsins sé að ræða en það ár beindust allra augu að þessu svæði vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Naflahlaupið var viðleitni einstaklinga til að sýna fram á að þrátt fyrir allt væri öllu óhætt á þessu svæði, í Naflanum væri hreint og tært loft og góðar aðstæður til útivistar.