-1.1 C
Selfoss

Árlegt harmonikkumót haldið á Borg í Grímsnesi

Vinsælast

Félag harmonikkuunnenda í Reykjavík heldur árlegt mót sem ber heitið Nú er lag, á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina. Sérstakir heiðursgestir mótsins í ár er Norsk harmonikuhljómsveit frá Bodö í Noregi. Hljómsveitir heitir Bodö trekkspilklubb, og hefur starfað síðan 1971. Hljómsveitin er skipuð tíu harmonikuleikurum auk bassa og gítars. Hún hefur á undanförnum árum komið fram á hinum ýmsu harmonikumótum á Norðurlöndunum. Þá hefur sveitin unnið til margra verðlauna fyrir sérlega vandaðan flutning.

Mótið á Borg hefst á föstudag með dansleik í Félagsheimilnu Borg. Á laugardaginn klukkan 14:00 verða svo sérstakir tónleikar Norðmannanna. Um kvöldið munu þeir einnig leika undir dansi ásamt fleirum. Mótinu lýkur svo á sunnudag með dansleik.

Að venju fara dagarnir í að stilla saman strengi á svæðinu og spila af hjartans list. Í fyrra var erfitt að koma fyrir hjólhýsi á tjaldsvæðinu þegar flest var, slík var aðsóknin.

Áhugasömum harmonikkuunnendum er bent á að norðmennirnir verða með aukatónleika í Reykholti á fimmtudagskvöldið 2. ágúst.

Nýjar fréttir