-6.1 C
Selfoss
Home Fréttir Breytingar í stjórn Héraðsnefndar Árnesinga

Breytingar í stjórn Héraðsnefndar Árnesinga

0
Breytingar í stjórn Héraðsnefndar Árnesinga
Árni Eiríksson og Eyþór H. Ólafsson

Héraðsnefnd Árnesinga bs. tók til starfa 1. janúar 2013. Stofnendur eru öll sveitarfélög í Árnessýslu. Verkefni byggðasamlagsins er að annast yfirstjórn og rekstur ýmissa stofnana fyrir hönd sveitarfélaga sem aðilar eru að byggðasamlaginu.

Á fundi Héraðsnefndar Árnesinga sem fram fór á Selfossi þann 16. júlí var skipað í nefndir og ráð fyrir stofnanir Héraðsnefndar. Á fundinum var Eyþór H. Ólafsson, kosinn formaður fulltrúaráðs héraðsnefndar. Árna Eiríksson, Flóahreppi var kjörinn varaformaður. Aðrir í stjórn eru Kjartan Björnsson, Helgi Haraldsson frá Árborg og Rakel Sveinsdóttir úr Ölfushreppi.