-3.6 C
Selfoss

Vátryggingar Hveragerðisbæjar lækkaðar

Vinsælast

Tilboð í vátryggingar Hveragerðisbæjar voru opnuð þann 21. júní sl. Um gerð útboðsgagna og alla umsjón sá Guðmundur Ásgrímsson hjá fyrirtækinu Consello ehf. Tvö tilboð bárust, frá VÍS upp á 10.525.805 kr. og frá TM upp á 13.241.943 kr.

Bæjarráð Hveragerðis bókaði á fundi sínum 5. júlí sl. þakkir til Consello ehf. fyrir gott samstarf við yfirferð vátrygginga bæjarins og gerð útboðsgagna. Í bókuninni segir að með þessari vinnu hafi tekist að bæta vátryggingavernd bæjarfélagsins umtalsvert og jafnframt að ná fram nokkrum sparnaði. Núverandi iðgjöld námu 13.053.504 kr. og því hefur útboðið skilað hagræðingu sem nemur ríflega 2,5 mkr. Að mati ráðgjafa var niðurstaða útboðsins góð fyrir Hveragerðisbæ. Bæjarráð samþykkti að taka tilboði lægstbjóðanda, VÍS, enda uppfyllir fyrirtækið öll skilyrði útboðsin. Consello ehf. var jafnframt falið að sjá um endanlega samningagerð við VÍS.

Nýjar fréttir