0.7 C
Selfoss
Home Fréttir Nýr forstöðumaður á Skógasafni

Nýr forstöðumaður á Skógasafni

0
Nýr forstöðumaður á Skógasafni

Um síðustu mánaðarmót tók nýr forstöðumaður við Skógasafni úr höndum Sverris Magnússonar. Nýr forstöðumaður heitir Andri Guðmundsson og er þjóðfræðingur að mennt. Andri þekkir suðurlandið vel en hann er frá Selfossi.

Sverrir Magnússon hefur verið forstöðumaður Skógasafns frá árinu 1999. Þá var hann stjórnarformaður safnstjórnar frá árinu 1990. Einnig lét Margrét Einarsdóttir verslunarstjóri af störfum á þessum tímamótum. Á myndinni afhendir Ísólfur Gylfi Pálmason fráfarandi stjórnarformaður safnsins viðurkenningu í tilefni þessara tímamóta.