Sýslumenn um allt land hafa opnað fyrir atkvæðiagreiðslu utan kjörstaða. Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar um miðbæjarskipulagið á Selfossi, á opnunartíma sýslumanna.
Bæjarráð Árborgar samþykkti 13. júlí síðastliðinn að íbúakosning um skipulag miðbæjarins fari fram laugardaginn 18. ágúst næstkomandi.
Greidd eru atkvæði um eftirfarandi tvær spurningar:
1) Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss?
2) Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss?