3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Sveitarstjórnamál Gísli Halldór Halldórsson ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar

Gísli Halldór Halldórsson ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar

Gísli Halldór Halldórsson ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar

Gengið hefur verið frá ráðningu Gísla Halldórs Halldórssonar í starf bæjarstjóra Sveitarfélagsins Árborgar. Gísli Halldór er 51 árs gamall og hefur undanfarin fjögur ár starfað sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Áður var Gísli Halldór forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 2006 til 2014, auk þess að gegna formennsku í ýmsum ráðum og nefndum á vegum bæjarins.

Gísli Halldór lauk Cand. Oecon prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og námi í haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólanum á Akureyri árið 2010.

Maki Gísla Halldórs er Gerður Eðvarsdóttir fjármálastjóri Snerpu og eiga þau þrjú uppkomin börn.